Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 13. október 2018 15:48
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Svava Rós skoraði í undanúrslitaleiknum
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Roa 3 - 3 Lilleström (1-3 í vítaspyrnukeppni)
1-0 L. Holter ('1)
2-0 Svava Rós Guðmundsdóttir ('23)
3-0 R. Holum ('46)
3-1 A. Sonstevold ('49)
3-2 G. Reiten ('66)
3-3 S. Haug ('85)

Svava Rós Guðmundsdóttir hefur verið sjóðandi heit frá komu sinni til norska úrvalsdeildarfélagsins Roa.

Hún hefur verið að skora í nánast hverjum leik og var engin undantekning á því í undanúrslitaleik norska bikarsins í dag.

Svava Rós kom Roa í tveggja marka forystu gegn Lilleström og var staðan orðin 3-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir voru þó ekki á því að gefast upp og tókst að framkvæma magnaða endurkomu.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og var markalaust í framlengingunni svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppnar. Lilleström vann þar og mætir annað hvort Klepp eða Sandviken í úrslitum. Sigríður Lára Garðarsdóttir er á mála hjá Lilleström en hún var allan tímann á bekklnum í þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner