Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. október 2018 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid lögsækir portúgalskt dagblað
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur tilkynnt að það ætlar í mál við portúgalska dagblaðið Correio da Manha vegna forsíðufréttar sem birtist um Cristiano Ronaldo og nauðgunarmálið fræga.

Í fréttinni er því haldið fram að Real Madrid hafi sannfært Ronaldo um að semja við Kathryn Mayorga, meint fórnarlamb hans, til að málið fengi sem minnstu umfjöllun.

Atvikið átti sér stað sumarið 2009, þegar Ronaldo skipti úr Manchester United yfir í Real og varð um leið dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

Samkvæmt fréttinni mun Ronaldo nýta sér þetta þegar nauðgunarmálið fer lengra, hann mun segja að Real Madrid hafi ýtt sér út í að semja við Mayorga.

„Real Madrid C.F. tilkynnir hér með að búið er að kæra portúgalska dagblaðið Correio da Mancha fyrir að birta falsfrétt sem gæti skaðað ímynd félagsins alvarlega," segir í yfirlýsingu.

„Real Madrid hafði enga vitneskju um atvikið sem dagblaðið fjallaði um í tengslum við Cristiano Ronaldo. Þar af leiðandi var félagið aldrei í stöðu til að gera eitthvað í einhverju sem félagið vissi gjörsamlega ekkert um."
Athugasemdir
banner
banner
banner