Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. október 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Roberto Carlos: Real verða að vera þolinmóðir við Vinicius
Vinicus á ferðinni með Real Madrid.
Vinicus á ferðinni með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er í vandræðum í spænsku úrvalsdeildinni en Roberto Carlos vill ekki sjá Vinicius Junior vera settan of snemma í sviðsljósið hjá félaginu.

Carlos hefur kallað eftir þolinmæði innan herbúða Real Madrid og segir að ef Vinicius fái tíma muni hann verða næsta ofurstjarna liðsins.Vinicius gekk til liðs við Madrid frá Flamengo á 45 milljónir evra í júlí, á sama tíma og Ronaldo yfirgaf félagið. Einhverjir héldu því fram að Vinicius yrði strax mikilvægur innan liðsins.

Leikmaðurinn sem er einungis 18 ára gamall hefur aðeins spilað tvo leiki í úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann kom tvisvar inn af bekknum.

„Vinicius mun verða ofurstjarna en hann þarf að fá tíma vegna þess að hann er ennþá mjög ungur. Hann er að öðlast mikla reynslu hjá Real Madrid. Það lítur kannski út fyrir það að hann sé tilbúinn að spila fyrir aðalliðið en í augnablikinu er hann að spila fyrir yngri liðin. Ég er viss um að eftir nokkur ár muni hann vera að sýna úr hverju hann gerður,” sagði Roberto Carlos.

Madrid eru í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og hafa verið í vandræðum með að finna netið en liðið hefur skorað 12 mörk í 8 leikjum, sjö mörkum minna en erkifjendurnir í Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner