Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. október 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Væri áhyggjufullur ef við værum ekki að skapa færi
Gareth Soutgate, þjálfari enska landsliðsins.
Gareth Soutgate, þjálfari enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var ekki ósáttur við spilamennsku sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Króatíu í kvöld.

Liðin mættust í Þjóðadeildinni en báðar þessar þjóðir komust langt á HM í sumar. England fór alla leið í undanúrslit en töpuðu einmitt fyrir Króötum.

Leikurinn var afar slakur og þá klikkuðu Englendingar á tveimur dauðafærum.

„Ég væri áhyggjufullur ef við værum ekki að skapa okkur færi og mér fannst við hugmyndaríkir. Við verðum að halda áfram að komar okkur í þessa stöðu," sagði Southgate.

„Við vildum auðvitað líka vera í þriggja manna vörn en okkur fannst að þetta kerfi myndi henta okkur betur. Leikmennirnir gerðu vel, þetta þýddi það að við gátum verið nær miðjumönnunum þeirra og komast hátt upp á völlinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner