Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. október 2018 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Króatíu: Gleymið Mandzukic
Mario Mandzukic hætti með króatíska landsliðinu eftir HM
Mario Mandzukic hætti með króatíska landsliðinu eftir HM
Mynd: Getty Images
Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins, segir þjóðinni að gleyma Mario Mandzukic en hann hætti eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Mandzukic hætti eftir að Króatía tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaleik HM í Rússlandi en hann er næst markahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins. Hann skoraði 33 mörk í 89 leikjum og aðeins Davor Suker hefur skorað meira eða 45 mörk.

Króatar hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum eftir HM og þá gerði liðið markalaust jafntefli gegn Englendingum í gær.

Spánverjar fóru þá illa með Króata en liðið skoraði sex. Dalic vill að fólk gleymi Mandzukic.

;,Það er ekki eins og við getum ekki skorað en við verðum bara að gleyma Mandzukic, það er búið. Hann er ekki með okkur lengur," sagði Dalic.

„Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að virða það og finna aðrar lausnir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner