Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. október 2018 20:41
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjóðadeildin: Holland með frábæran sigur á Þýskalandi
Depay var frábær í dag.
Depay var frábær í dag.
Mynd: Getty Images
Thomas Delaney í baráttunni í kvöld.
Thomas Delaney í baráttunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjum kvöldins í Þjóðadeildinni er nú lokið en í A-deild sigraði Holland lið Þýskalands á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu.

Fyrirfram var líklega búist við sigri Þýskalands en Holland komst hinsvegar yfir á 30. mínútu leiksins með marki Virgil Van Dijk. Þýskaland reyndu hvað þeir gátu til að jafna en það var hinsvegar Memphis Depay sem gerði út um leikinn á 86. mínútu eftir skyndisókn.

Þeir voru ekki hættir og Wijnaldum skoraði þriðja mark leiksins. Þýskaland er í vondum málum eftir tapið með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Þetta er fyrsti sigur Hollands á Þýskalandi síðan árið 2002.

Í B-deild nældi Danmörk í stig gegn Írlandi á útivelli. Danir voru töluvert meira með boltann í leiknum og áttu fleiri skot á markið en tókst ekki að stela sigrinum. Danir eru eftir leikinn í efsta sæti með 4 stig en þetta var fyrsta stig Írlands sem er í neðsta sæti, tveimur stigum á eftir Wales.

Loks sigraði Makedónía lið Liechtenstein örugglega á heimavelli með fjórum mörkum gegn engu. Úrslit og markaskorara kvöldsins má sjá hér að neðan.

Holland 3 - 0 Þýskaland
1-0 Virgil van Dijk ('30 )
2-0 Memphis Depay ('86 )
3-0 Georginio Wijnaldum ('90)

Írland 0 - 0 Danmörk

Búlgaría 2 - 1 Kýpur
0-1 Grigoris Kastanos ('41 )
1-1 Kiril Despodov ('59 )
2-1 Todor Nedelev ('68 )

Makedónía 4 - 1 Liechtenstein
1-0 Aleksandar Trajkovski ('10 )
2-0 Aleksandar Trajkovski ('30 )
3-0 Goran Pandev ('36 )
3-1 Seyhan Yildiz ('37 )
4-1 Ezgjan Alioski ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner