banner
   lau 13. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Magnússon nýr markmannsþjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir er búið að semja við Þorstein Magnússon sem mun taka við sem markmannsþjálfari félagsins.

Þorsteinn starfaði síðast sem markmannsþjálfari Grindavíkur og tekur við af Þorleifi Óskarssyni.

„Við bjóðum Þorstein velkominn í Fylki og viljum um leið þakka Þorleifi fyrir hans störf," segir í yfirlýsingu frá Fylki.

„Hjá Fylki mun Þorsteinn þjálfa markmenn meistaraflokka félagsins ásamt því að þjálfa markmenn í yngri flokkum."

Þorsteinn hefur góða reynslu af markmannsþjálfun eftir að hafa starfað í erlendum markmannsakademíum og þjálfað markverði hjá íslenskum landsliðum.

„Þorsteinn er með UEFA A þjálfaragráðu, KSÍ Markmannsgráðuna og UEFA A gráðu í markmannsþjálfun. Þorsteinn hefur starfað í erlendum akademíum fyrir markverði ásamt því að hafa þjálfað markverði hjá íslenskum landsliðum í gegnum tíðina.

„Hann er leiðbeinandi og kennari í KSÍ markmannsgráðunni og UEFA A markmannsgráðunni hjá KSÍ."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner