Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. október 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Wenger næsti framkvæmdastjóri PSG?
Arsene Wenger og Thierry Henry virðast vera á leið aftur til Frakklands
Arsene Wenger og Thierry Henry virðast vera á leið aftur til Frakklands
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga á því að ráða Arsene Wenger sem framkvæmdastjóra félagsins. Það er ESPN sem greinir frá.

Wenger hætti með Arsenal eftir tímabilið en hann stýrði liðinu frá 1996 og vann deildina þrisvar og FA-bikarinn sjö sinnum á tíma sínum þar.

Unai Emery, fyrrum þjálfari PSG, var ráðinn til Arsenal og nú virðist Wenger á leið til franska félagsins.

PSG vill ráða hann sem framkvæmdastjóra en Henrique, sem gegnir nú stöðunni, hefur ekki verið að skila af sér nógu góðri vinnu undanfarið og vill franska félagið skoða aðra menn.

Wenger er þar efstur á lista en hann er talinn hafa mikinn áhuga á starfinu. Það verður því fróðlegt að fylgjast með næstu skrefum hans en Thierry Henry, fyrrum lærisveinn hans hjá Arsenal, er einmitt að taka við Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner