Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. október 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Amnesty biður um fund með ensku úrvalsdeildinni
Stuðningsmenn Newcastle fagna eigendaskiptunum.
Stuðningsmenn Newcastle fagna eigendaskiptunum.
Mynd: Getty Images
Mannréttindastamtökin Amnesty International hafa beðið um fund með æðstu mönnum ensku úrvalsdeildarinnar í kjölfar þess að Sádi-Arabar eignuðust Newcastle.

Sacha Deshmukh, framkvæmdastjóri Amnesty á Bretlandi, segir að kaupin vekji upp margar óhugnalegar spurningar.

Yfirtakan var fjármögnuð af 80% hluta af opinberum fjárfestingasjóði Sádi-Arabíu en formaður yfir honum er krónprinsinn Mohammed bin Salman.

Ýmis mannréttindabrot tengjast konungsríkinu en enska úrvalsdeildin segist hafa fengið sannanir um að ríkisstjórn landsins muni ekki stýra Newcastle.

„Það vekur upp neikvæðar spurningar að enska úrvalsdeildin hafi hleypt þessum kaupum í gegn. Spurningar um heiðarleika í íþróttum, mannréttindi og heilindi í enskum fótbolta," segir Deshmukh.

„Hvernig getur staðið á því að reglur um kaup á enskum félagsliðum snúa ekkert að mannréttindum?"

Sjá einnig:
Kærasta Khashoggi niðurbrotin eftir að Sádarnir keyptu Newcastle
Athugasemdir
banner
banner