mið 13. október 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Var að deyja við að reyna að komast þarna inn"
Jökull spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið
Jökull spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið í 1-0 tapinu gegn Portúgal í gær. Hann var nálægt því að eiga þátt í jöfnunarmarki undir lokin.

Markvörðurinn stóri og stæðilega nýttist ágætlega undir lokin þegar liðið fékk aukaspyrnu. Hann fór inn í teig andstæðinganna og þeir reyndu að ná inn marki. Jökull náði skallanum og var liðið nálægt að skora en það gekk ekki upp.

„Ég veit það ekki. Vonandi að ég gæti einhvern vegin verið að trufla hina meira. Þeir hafi kannski hugsað að það væri einn risastór 194 gæi á hæð hérna inni og gæti truflað. Ég næ skallanum og náðum næstum því að skora, ógeðslega óheppnir að hafa ekki skorað en ég var að deyja að reyna að komast þarna inn," sagði Jökull um atvikið við Fótbolta.net.

Vonar að þjálfarinn hafi verið að horfa

Jökull er á mála hjá Reading en hann er á láni hjá enska C-deildarliðinu Morecambe. Hann hefur spilað sex deildarleiki á þessu tímabili og tvo bikarleiki en hefur þurft að sitja á bekknum í síðustu leikjum í deildinni. Gerir hann tilkall á að byrja næstu leiki?

„Þjálfarinn ræður því. Ég reyni að gera mitt besta að halda mér þarna inni í þessu lið. Þetta er hörkudeild og ég er að læra mjög mikið í þessari deild. Það er bara það og ég er að venjast deildinni og vonandi sá þjálfarinn hvernig ég stóð mig í dag, þannig við verðum að sjá til," sagði hann um stöðuna.
Jökull: Við vorum stórkostlegir í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner