Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 13. nóvember 2018 12:13
Elvar Geir Magnússon
Brussel
Arnór Sig: Þýðir ekkert að hanga uppi í skýjunum endalaust
Icelandair
Arnór fyrir æfingu í dag.
Arnór fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er einn allra umtalaðasti fótboltamaður Íslands um þessar mundir en þessi 19 ára Skagamaður hefur skotist upp á stjörnuhimininn.

Hann er með íslenska landsliðinu í Brussel og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik gegn Belgíu á fimmtudaginn.

Arnór, sem spilar fyrir CSKA Moskvu, spjallaði við Fótbolta.net í dag og var fyrst spurður að því hvort hafi verið skemmtilegra að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark gegn Roma í síðustu viku eða fyrsta mark í rússnesku deildinni gegn Zenit um liðna helgi?

„Þetta var nánast jafn geggjað en Meistaradeildin er stærsta sviðið og það var ekki leiðinlegt að henda einu þar," segir Arnór sem jafnaði í 1-1. Hvernig var tilfinningin að sjá boltann fara inn?

„Hún var mjög góð. Við náðum að jafna þarna og markið var mikilvægt. En því miður náðu þeir að koma marki í andlitið á okkur stuttu síðar."

Hvernig gengur leikmanninum unga að halda sér á jörðinni meðan allt er í blóma á vellinum og allt umtalið í gangi?

„Það gengur bara vel. Það þýðir ekkert að hanga uppi í skýjunum endalaust. Ég er kominn niður á jörðina og er 100% fókuseraður á verkefnið hér. Það er mikilvægt að koma inn með rétt hugarfar. Maður hefur horft á þetta landslið í mörg ár og er rétt innstilltur í þetta, ég veit hvers er ætlast til af manni."

„Það er heiður að fá kallið í landsliðið núna og það er geggjað. En það þýðir ekki að vera að monta sig eitthvað yfir því. Maður þarf að sýna og sanna að ég eigi heima í þessum hóp."

Á bak við velgengni Arnórs er mikil vinna en hann segist aldrei hafa verið eins hungraður og núna. Vonast hann eftir byrjunarliðssæti gegn Belgum?

„Ég er fyrst og fremst stoltur yfir því að vera í hópnum núna. Ég kem inn og geri mitt. Svo er það þjálfarana að velja liðið og þeir velja alltaf besta liðið. Þetta á eftir að koma í ljós," segir Arnór.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner