Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 13. nóvember 2018 14:45
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ingi: Kominn tími á að vinna eitthvað
Arnþór er farinn frá Víkingi eftir sex ár í Fossvoginum.
Arnþór er farinn frá Víkingi eftir sex ár í Fossvoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór í leik með Hamri árið 2012.
Arnþór í leik með Hamri árið 2012.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Mér fannst kominn tími til að breyta um umhverfi eftir sex tímabil með Víking og fannst nauðsynlegt fyrir sjálfan mig að komast í nýjar áskoranir og aðra samkeppi," sagði Arnþór Ingi Kristinsson við Fótbolta.net í dag en hann skrifaði fyrir hegi undir samning hjá KR eftir að hafa spilað með Víkingi R. undanfarin ár.

„Mér leist vel á það sem þjálfararnir höfðu að segja og ákvað að slá til. Ég er orðinn 28 ára og ef ég myndi ekki láta reyna á þetta núna, þá myndi ég sennilega aldrei gera það," sagði Arnþór sem setur markið hátt næsta sumar með KR.

„Mín persónulegu markmið með KR eru bæta mig sem leikmaður, með því að komast í toppform og spila sem flestar mínútur. Svo er það klárlega markmið að vinna eitthvað, enda kominn tími á það."

Erfitt að kveðja Víking
Arnþór var samningslaus eftir tímabilið en voru mörg önnur lið inni í myndinni? „Nei í rauninni ekki. Það voru nokkur lið sem tóku stöðuna á manni. En í lokin þá var þetta bara annað hvort KR eða Víkingur."

Arnþór segir erfitt að kveðja Víking eftir langan tíma í Fossvoginum. „Klárlega. Sex ár er langur tími og Víkingur orðin hálfgerður heimaklúbbur hjá mér. Þarna er toppfólk í kringum klúbbinn og frábærir liðsfélagar sem ég á eftir að sakna. En eins og ég segi að þá fannst mér klárlega tímabært að breyta til og nú tekur eitthvað nýtt og spennandi við."

Horfði á Pepsi-deildina í Hamarshúsinu
Arnþór er uppalinn hjá ÍA en 2011 og 2012 spilaði hann með Hamri í Hveragerði í 2. deildinni. Hann gat þá ekki séð fyrir sér að ganga í raðir KR einn daginn. „Ég get ekki beint sagt það nei," sagði Arnþór.

„Við vorum duglegir að horfa á Pepsi-deildina í Hamarshúsinu eftir æfingar á þessum tíma og þetta tímabil sá ég líka óvenju marga KR leiki þar sem Björn Jónsson vinur minn var að spila með liðinu þá."

„Þarna hugsaði maður oft með sér að einn daginn myndi maður spila í þessari deild. Svo þegar það náðist þremur árum seinna, þá varð markmiðið að festa sig almennilega í sessi sem leikmaður í deildinni. Sem hefur tekist þokkalega að mínu mati,"
sagði Arnþór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner