Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 11:32
Elvar Geir Magnússon
Brussel
Aron Einar í göngutúr með Þorgrími
Birkir Már æfði með sjúkraþjálfara
Icelandair
Aron og Þorgrímur spjalla.
Aron og Þorgrímur spjalla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú var að ljúka æfingu hjá íslenska landsliðinu hér í Belgíu en á fimmtudag verður leikið gegn heimamönnum í Þjóðadeildinni.

Þetta verður síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni en þegar er ljóst að fall í B-deild verður niðurstaðan.

Aron Einar Gunnarsson og Birkir Már Sævarsson æfðu ekki með hópnum í dag en að öðru leyti tóku allir þátt.

Aron tók sér göngutúr um völlinn með Þorgrími Þráinssyni, starfsmanni landsliðsins, en Birkir Már æfði með Frikka sjúkraþjálfara þær fimmtán mínútur sem fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með.

Aron er í fyrsta sinn í landsliðshópnum undir stjórn Erik Hamren en stefnan er að hann spili gegn Belgíu en hvíli í vináttulandsleiknum gegn Katar.

„Það er búið að vera skrýtið að vera utan hóps. Þegar ég hef verið meiddur hef ég mætt á svæðið og verið í kringum hópinn fyrir utan síðustu tvö skipti. Það hefur verið erfitt að vera í fjarlægð og geta ekki haft nein áhrif. Það var erfiðara en ég hélt að sjá strákana ströggla í fyrsta landsliðsverkefninu." sagði Aron við Fótbolta.net á dögunum.

Birkir Már er í kapphaupi við tímann til að vera klár í slaginn á fimmtudag. Kapphlaupi sem hann mun vonandi vinna.

Líkt og í gær var æft á velli við hlið keppnisvallarins í Brussel en hér að neðan má sjá myndband frá æfingunni. Á eftir birtast viðtöl við Arnór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.


Athugasemdir
banner
banner
banner