Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Cardoso byrjar illa hjá Celta - Kallaði félagið Deportivo
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Miguel Cardoso er nýr þjálfari Celta Vigo í spænska boltanum og var hann kynntur hjá sínu nýja félagi í dag.

Cardoso gerði vandræðaleg mistök á fyrsta fréttamannafundi sínum, meðan hann sat við hlið eiganda félagsins.

Hann þakkaði eigandanum þá fyrir að hafa trú á sér til að leiða félagið áfram, en í stað þess að kalla félagið Celta þá kallaði hann það óvart Deportivo.

Deportivo La Coruna og Celta eru erkifjendur og berjast um yfirráð í Galisíu-héraði. Vigo er í suðurhluta Galisíu en A Coruna í norðurhlutanum.

„Ég vil þakka stjórnendum og eiganda félagsins fyrir að hafa trú á mér til að leiða Real Club Deportivo....Celta áfram," sagði Cardoso eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Cardoso var aðstoðarþjálfari Deportivo tímabilið 2012-13 og er þess vegna ekki vel séður af stuðningsmönnum Celta, sem létu hann heyra það eftir að hann mismælti sig.

Cardoso tók við keflinu af Antonio Mohamed sem var rekinn eftir slæma byrjun á tímabilinu. Mohamed var þriðji þjálfarinn til að vera rekinn úr spænsku deildinni eftir Leo Franco og Julen Lopetegui sem stýrðu Huesca og Real Madrid.





Athugasemdir
banner
banner
banner