banner
   þri 13. nóvember 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kimpembe og Giroud talsetja Spiderman á frönsku
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, sóknarmaður Chelsea, og Presnel Kimpbembe, varnarmaður Paris Saint-Germain, eru búnir að tilkynna að þeir hafi fengið hlutverk í nýju Spiderman myndinni.

Þeir munu ekki leika í myndinni heldur munu þeir tala á frönsku fyrir tvo karaktera.

Giroud mun talsetja hinn svokallaða Green Goblin, eða græna svartálfinn, á meðan Kimpembe talsetur Scorpion, eða sporðdrekann.

Giroud og Kimpembe urðu heimsmeistarar með Frökkum í sumar og hafa greinilega hæfileika til að reyna fyrir sér í öðrum atvinnugreinum þegar ferli þeirra lýkur.

Nú er landsleikjahlé og á franska liðið mikilvægan leik við Holland í Þjóðadeildinni. Jafntefli þar tryggir Frökkum efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Sigurvegari deildarinnar fær farmiða á EM 2020.

Frakkar verða án Anthony Martial og Alexandre Lacazette og því eru líkur á að Giroud verði að stíga upp í mikilvægum leik fyrir sína menn.
Athugasemdir
banner
banner
banner