Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. nóvember 2018 08:39
Magnús Már Einarsson
Mourinho rekinn?
Powerade
Valtur í sessi?
Valtur í sessi?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er mættur í hús. Njótið!



Jose Mourinho gæti verið rekinn frá Manchester United ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti. (Sun)

Nokkrir leikmenn Manchester United eru hissa á því að Mourinho velji Nemanja Matic (30) ítrekað í byrjunarliðið. (Times)

Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, ætlar að bíða fram á sumar með að taka að sér nýtt starf. (Goal)

Ákvörðun Conte að taka ekki að sér nýtt starf þýðir að Chelsea þarf að greiða honum ellefu milljónir punda sem eru launin sem hann átti að fá á síðasta ári á samningi sínum hjá félaginu. (Daily Mirror)

West Ham þarf að útskýra af hverju U18 þjálfarinn Mark Phillips er aftur kominn með starf hjá félaginu eftir að hafa verið settur í bann fyrir kynþáttafordóma. (Telegraph)

UEFA gæti hafið nýja rannsókn á fjárhagsreglum Manchester CIty eftir umfjöllun þýska blaðsins Der Spiegel um meint brot félagsins. (Telegraph)

Félög í ensku ensku úrvalsdeildinni mega hafa hámark 12 erlenda leikmenn í 25 manna leikmannahópi sínum ef ný lög sem tengjast Brexit ná fram að ganga. (Times)

Dortmund og Marseille eru að skoða Ben Cottrell (17) miðjumann Arsenal. (Sun)

Unai Emery, stjóri Arsenal, og leikmenn liðsins ræddu við Danny Welbeck með myndbandssímtali fyrir leikinn gegn Wolves um helgina. Welbeck var staddur á sjúkrahúsi eftir að hafa ökklabrotnað illa gegn Sporting Lisabon í síðustu viku. (Guardian)

Mousa Dembele (31) miðjumaður Tottenham er farinn til Katar í meðhöndlun vegna ökklameiðsla sinna. (Evening Standard)

Kevin De Bruyne (27) miðjumaður Manchester City mun snúa aftur fyrr en búist var við eftir meiðsli á hné. (Guardian)

Brighton ætlar ekki að áfrýja rauða spjaldinu sem Dale Stephens (29) fékk gegn Cardiff um helgina. (Argus)

Al-Jazira í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum vill ráða Michael Reiziger (45) fyrrum varnarmann Barcelona og Middlesbrough sem þjálfara sinn. Reiziger er í dag þjálfari varaliðs Ajax. (De Telegraaf)
Athugasemdir
banner
banner
banner