Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. nóvember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldo hjálpaði Szczesny að verja vítaspyrnu Higuain
Wojciech Szczesny varði vítaspyrnu á sunnudaginn.
Wojciech Szczesny varði vítaspyrnu á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo hafi gefið sér góð ráð áður en hann varði vítaspyrnu frá Gonzalo HIguain framherja AC Milan í leik liðanna á sunnudaginn.

Ronaldo sást ræða við Szczesny rétt áður en vítaspyrnan var tekin.

„Ég þekki Higuain mjög vel og ég veit hvernig hann tekur vítaspyrnur. Þetta var tvöföld áskorun því hann þekkir mig líka mjög vel. Ég var líka smá heppinn," sagði Szczesny.

„Ronaldo sagði mér að hreyfa mig áður en Higuain myndi taka skotið því að skot hans eru mjög kraftmikil."
Athugasemdir
banner
banner
banner