Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 13. nóvember 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Sturridge neitar sök - Fer hann í bann?
Segist vera saklaus.
Segist vera saklaus.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, segist saklaus af því að hafa lekið upplýsingum um félagaskipti sín til WBA í janúar síðastliðnum.

Sturridge var í gær ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að brjóta veðmálareglur. Enskir fjölmiðlar segja að Sturridge hafi sagt vini sínum að veðja á að hann myndi fara til WBA á láni.

Sturridge var bæði orðaður við Inter og Newcastle í janúar en hann endaði óvænt hjá WBA.

Enskir veðbankar voru með stuðulinn 66 á að Sturridge myndi fara til WBA en mörg há veðmál bárust síðan á þau félagaskipti.

Sturridge fær frest til 20. nóvember til að svara ákærunni en The Mirror segir að framherjinn hafi lýst yfir sakleysi sínu í málinu.

Enska knattspyrnusambandið lítur það hins vegar alvarlegum augum og ef Sturridge reynist sekur á hann bann fyrir höndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner