Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 13. nóvember 2018 10:15
Magnús Már Einarsson
Þriðji Hazard bróðirinn í belgíska landsliðið?
Icelandair
Eden og Thorgan Hazard eru báðir í belgíska landsliðinu.
Eden og Thorgan Hazard eru báðir í belgíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Bræðurnir Eden og Thorgan Hazard eru báðir á sínum stað í belgíska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í Þjóðadeildinni á fimmtudag.

Kylian Hazard, yngri bróðir þeirra, er líkt og Eden á mála hjá Chelsea en hann er í dag í láni hjá Cercle Brugge.

Kylian hefur staðið sig vel með Cercle Brugge og í Belgíu er farin af stað umræða um að hann geti komið í landsliðið eins og hinir bræðurnir.

„Við bíðum og tökum honum opnum örmum. Við viljum ekki setja pressu á hann. Hann er að spila vel með félagi sínu svo þú veist aldrei," sagði Thorgan sem spilar sjálfur með Gladbach.

„Ef einhver hefði sagt mér fyrir fimm árum síðan að ég myndi spila á HM þá hefði ég ekki trúað því. Ég vona að þetta verði eins hjá Kylian."
Athugasemdir
banner