þri 13. nóvember 2018 17:08
Magnús Már Einarsson
Tielemans vonast til að halda sætinu gegn Íslandi
Í basli hjá Mónakó
Icelandair
Tielemans í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Tielemans í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Youri Tielemans vonast til að halda sæti sínu í byrjunarliði belgíska landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á fimmtudag.

Tielemans hefur byrjað síðustu leiki Belga og þar á meðal var hann í liðinu sem vann Ísland 3-0 í september.

Hann hefur hins vegar fengið gagnrýni fyrir spilamennsku sína með Mónakó en liðið er í miklu basli í næstneðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.

„Ég vona að ég geti spilað gegn Íslandi og Sviss. Það er alltaf markmiðið þegar ég mæti með Rauðu djöflunum (belgíska landsliðinu)," sagði Tielemans.

„Ég hef aldrei átt svona erfiðan kafla með félagsliði. Þetta er erfitt því við höfum ekki unnið síðan í fyrsta leik. Við þurfum sigur til að komast út úr þessu. Þetta er líka lærdómsríkur tími fyrir mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner