Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 13. nóvember 2022 18:38
Brynjar Ingi Erluson
England: Argentínski táningurinn hetjan á Craven Cottage
Alejandro Garnacho skoraði sigurmark Man Utd
Alejandro Garnacho skoraði sigurmark Man Utd
Mynd: EPA
David De Gea átti góðan dag í marki United
David De Gea átti góðan dag í marki United
Mynd: EPA
Fulham 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Christian Eriksen ('14 )
1-1 Daniel James ('61 )
1-2 Alejandro Garnacho Ferreyra ('90 )

Manchester United vann góðan 2-1 sigur á Fulham í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar er liðin áttust við á Craven Cottage, heimavelli Flham, í dag. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho gerði sigurmarkið undir lok leiks.

Danski leikmaðurinn Christian Eriksen kom United yfir á 14. mínútu með fyrsta marki sínu fyrir félagið. Anthony Martial kom boltanum á Bruno Fernandes sem fann Eriksen á fjær og kláraði Daninn með góðu marki.

David De Gea, markvörður United, átti góðan dag á skrifstofunni og varði nokkrum sinnum vel í fyrri hálfleiknum og sömuleiðis Bernd Leno hinum megin á vellinum.

United ætlaði sér að ná í annað mark í byrjun síðari hálfleiks. Leno varði frá Anthony Elanga og svo Marcus Rashford og nokkrum mínútum síðar var De Gea heitur er hann varði fyrst aukaspyrnu Vinicius og svo frá Tim Ream eftir hornspyrnu.

Daniel James, fyrrum leikmaður United, jafnaði metin gegn sínum gömlu félögum eftir klukkutímaleik er hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Tom Cairney.

Það var svo undir lok leiks sem varamaðurinn Alejandro Garnacho stal öllum stigunum. Luke Shaw fann Garnacho sem tók þríhyrningsspil með Eriksen áður en hann lagði boltann framhjá Leno í markinu. Garnacho, sem er að vísu fæddur á Spáni, spilar fyrir Argentínu en móðir hans er þaðan.

Lokatölur 2-1 fyrir Man Utd sem er í 5. sæti með 26 stig en Fulham í 9. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner