Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. nóvember 2022 15:59
Aksentije Milisic
England: Ings setti tvennu í sigri á Brighton
Danny Ings.
Danny Ings.
Mynd: EPA

Brighton 1 - 2 Aston Villa
1-0 Alexis MacAllister ('1 )
1-1 Danny Ings ('20 , víti)
1-2 Danny Ings ('54 )


Fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en þar mættust Brighton og Aston Villa.

Þetta var annar leikur í deildinni undir stjórn Unai Emery en liðið vann Manchester United í fyrsta leik hans fyrir viku síðan.

Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt en eftir 50 sekúndan leik var boltinn komið í netið en þá skoraði Alexis MacAllister eftir mistök í vörn Aston Villa. Argentínumaðurinn vann boltann sjálfur og skoraði.

Villa menn náðu að vakna eftir þessa slæmu byrjun og var það Danny Ings sem jafnaði metin úr vítaspyrnu. Hann tók skotið beint á markið en Robert Sanchez, markvörður Brighton, var í boltanum en það dugði ekki.

Staðan var 1-1 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik var Ings aftur á ferðinni og nú skoraði hann eftir sendingu frá Brassanum Douglas Luiz.

Brighton reyndi hvað það gat til að jafna leikinn en það gekk ekki og góð byrjun Emery með Villa heldur því áfram.

Villa er í tólfta sæti deildarinnar en Brighton í því sjöunda.



Athugasemdir
banner
banner
banner