Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. nóvember 2022 23:53
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Brynjólfur skoraði er Kristiansund féll niður í B-deildina
Brynjólfur og hans menn spila í B-deildinni á næsta tímabili
Brynjólfur og hans menn spila í B-deildinni á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark spilaði í umspili B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Kongsvinger
Bjarni Mark spilaði í umspili B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Kongsvinger
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag en Brynjólfur Andersen Willumsson og hans menn í Kristiansund munu spila í B-deildinni á næsta tímabili. Hann skoraði í 1-1 jafntefli en það dugði ekki til enda fyrir ofan Sandefjord.

Brynjólfur var í byrjunarliði Kristiansund. Liðið byrjaði tímabilið illa og var það ekki fyrr en í seinni hlutanum sem það fór að ná í hagstæð úrslit.

Það var möguleiki fyrir liðið að komast í umspil um sæti í deildinni en til þess þurfti liðið að vinna Jerv. Kristiansund lenti undir en Brynjólfur var fljótur að svara og jafnaði metin þegar rúmur hálftími var liðinn.

Sigurmarkið kom aldrei og fór það svo að Kristiansund féll niður í B-deildina. Brynjólfur spilaði allan leikinn í dag en hann spilaði 25 leiki á tímabilinu, skoraði fjögur og lagði upp fjögur.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af varamannabekknum á 84. mínútu er Lilleström vann 3-1 sigur á Ham Kam. Hólmbert á láni frá þýska liðinu Holsten Kiel. Hann skoraði 5 mörk og lagði upp tvö í deildinni á tímabilinu en Lilleström rétt missti af Evrópusæti í ár.

Kristall Máni Ingason fékk hálftíma í 2-3 tapi Rosenborg gegn Sarpsborg og tókst honum að leggja upp mark á þeim tíma. Hann lagði upp annað mark Rosenborg í leiknum sem var þegar búið að tryggja sæti í Sambandsdeildina á næsta ári. Kristall skoraði tvö og lagði upp eitt í átta leikjum sínum í norsku deildinni eftir að hafa komið frá Víkingi í sumar.

Alfons Sampsted spilaði sinn síðasta deildarleik fyrir Bodö/Glimt í 4-2 sigri á Strömsgodset. Hann lék allan leikinn í vörninni en Bodö hafnaði í 2. sæti með 60 stig, átján stigum frá toppliði Molde. Ari Leifsson var ekki með Strömsgodset vegna meiðsla.

Þá lék Brynjar Ingi Bjarnason allan tímann í miðri vörn hjá Vålerenga sem tapaði fyrir meistaraliði Molde, 2-1. Brynjar hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Vålerenga eftir ansi erfitt tímabil en Vålerenga hafnaði í 6. sæti deildarinnar.

Bjarni Mark fer ekki upp um deild

Bjarni Mark Antonsson og félagar í Start munu ekki spila í efstu deild á næsta tímabili en þetta varð ljóst eftir að liðið tapaði fyrir Kongsvinger, 1-0, í úrslitum umspilsins í B-deildinni.

Siglfirðingurinn lék allan leikinn fyrir Start og spilaði þá Kongsvinger manni færri í klukkutíma en sigurmarkið kom ekki fyrr en undir lok leiks. Þá missti Kongsvinger annan mann af velli seint í uppbótartíma en þetta þýðir að Kongsvinger fer í úrslitaeinvígi gegn Sandefjord um laust sæti í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner