fim 13. desember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal gæti keypt miðvörð í janúar
Mynd: Getty Images
Arsenal gæti keypt miðvörð í félagaskiptaglugganum sem opnar í janúar. Varnarmenn liðsins hafa margir verið að glíma við meiðsli og gæti verið nauðsynlegt að bæta einum við hópinn.

Arsenal heimsækir Southampton næsta sunnudag og mætir til leiks með aðeins einn ómeiddan og hreinræktaðan miðvörð, fyrirliðann Laurent Koscielny sem er sjálfur nýkominn til baka eftir sjö mánuði frá vegna meiðsla á hásin.

Konstantinos Mavropanos og Rob Holding eru meiddir, Shkodran Mustafi er tæpur og er Sokratis Papastathopoulos í leikbanni. Það er því líklegt að annað hvort Stephan Lichtsteiner eða Nacho Monreal taki sér stöðu í vörninni, ef ekki báðir.

„Ég held að einn miðvörður gæti komið sér vel. Janúarglugginn er ekki auðveldur, Koscielny er að koma aftur úr meiðslum og það er mjög mikilvægt fyrir liðið," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal.

„Við erum einnig að bíða eftir fregnum af meiðslum Mavropanos, hann getur hjálpað okkur. Nacho Monreal og Lichtsteiner geta spilað sem miðverðir en ég vil frekar nota hreinræktaða miðverði."

Gary Cahill og Eric Bailly hafa verið orðaðir við Arsenal í haust en félagið er einnig talið leita sér að sóknarmanni eftir meiðsli Danny Welbeck, sem verður líklega látinn fara frítt eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner