Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Bellamy: Pogba verður að byrja á bekknum gegn Liverpool
Paul Pogba og Jose Mourinho.
Paul Pogba og Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Paul Pogba var aftur lélegur í kvöld," sagði Craig Bellamy sérfræðingur Sky eftir 2-1 tap Manchester United gegn Valencia í gær.

Pogba hefur verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum United í ensku úrvalsdeildinni en hann byrjaði gegn Valencia í gær. Bellamy var ekki hrifinn af frammistöðu hans og vill sjá Pogba á bekknum gegn Liverpool á sunnudaginn.

„Mourinho er ekki að ná því besta út úr Pogba, það er á hreinu. Það vantar áhuga hjá Pogba sjálfum. Frammistaða hans í Valencia var áhyggjuefni."

„Ég er ekki viss um að hann sé eins góður og margir vilja meina."

„Það er risaleikur á sunnudag, Liverpool gegn Manchester United. Stærsti leikurinn í úrvalsdeildinni á milli liðanna sem eiga flesta titla. Ótrúleg viðureign."

„Ef þú ert Mourinho þá er mjög erfitt að segja eftir frammistöðu Pogba í dag (í gær) að hann eigi að spila. Hann þarf að hafa hann aftur fyrir utan liðið."

Athugasemdir
banner
banner