Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Úrslitaleikir hjá Arnóri og Jóni Guðna
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld og er verið að berjast um sæti í útsláttarkeppni í átta af tólf riðlum.

RB Leipzig er í erfiðri stöðu í B-riðli og þarf sigur gegn botnliði Rosenborg. Þýska liðið þarf um leið að treysta að frændur sínir í RB Salzburg, sem eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins, hafi betur gegn Celtic í Glasgow.

Í C-riðli þurfa nágrannar okkar í Kaupmannahöfn að sigra botnlið Bordeaux að velli og vonast eftir að Zenit sigri í Prag.

Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag eiga útileik við Arsenal sem er öruggt á toppi E-riðils. Þá á Olympiakos úrslitaleik við AC Milan á heimavelli og þarf minnst tveggja marka sigur til að komast áfram.

Allt er galopið í G-riðli þar sem tveimur stigum munar á toppliði Villarreal og botnliði Spartak Moskvu sem mætast í dag. Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers þurfa sigur á útivelli gegn Rapid frá Vínarborg til að komast áfram.

Staðan er einnig opin í I-riðli þar sem þrjú stig skilja topplið Genk að frá botnliði Sarpsborg. Genk á heimaleik gegn Sarpsborg á meðan Besiktas tekur á móti Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Malmö í úrslitaleik.

Standard Liege er þá í baráttu við Sevilla í J-riðli og þarf sigur gegn Jóni Guðna Fjólusyni og félögum í toppliði Krasnodar sem getur tryggt sig áfram með jafntefli.

Rennes tekur á móti Astana í úrslitaleik um annað sæti í K-riðli og þá er BATE Borisov á góðri leið með að tryggja sér annað sætið eftir Chelsea í L-riðli.

Komin áfram (13/24):
Bayer Leverkusen
Zurich
Salzburg
Zenit
Dinamo Zagreb
Fenerbahce
Arsenal
Sporting
Real Betis
Eintracht Frankfurt
Lazio
Dynamo Kiev
Chelsea

Leikir dagsins:
A-riðill:
20:00 AEK Larnaca - Bayer Leverkusen
20:00 Ludogorets - Zurich

B-riðill:
20:00 Celtic - Salzburg
20:00 RB Leipzig - Rosenborg

C-riðill:
20:00 Slavia Prag - Zenit
20:00 Kaupmannahöfn - Bordeaux

D-riðill:
20:00 Dinamo Zagreb - Anderlecht
20:00 Trnava - Fenerbahce

E-riðill:
20:00 Arsenal - Qarabag
20:00 Sporting - Vorskla Poltava

F-riðill:
20:00 Dudelange - Real Betis
20:00 Olympiakos - AC Milan

G-riðill:
17:55 Villarreal - Spartak Moskva
17:55 Rapid Vienna - Rangers

H-riðill:
17:55 Lazio - Eintracht Frankfurt
17:55 Marseille - Apollon Limassol

I-riðill:
17:55 Genk - Sarpsborg
17:55 Besiktas - Malmö

J-riðill:
17:55 Sevilla - Krasnodar
17:55 Akhisarspor - Standard Liege

K-riðill:
17:55 Dynamo Kiev - Jablonec
17:55 Rennes - FC Astana

L-riðill:
17:55 MOL Vidi - Chelsea
17:55 PAOK - BATE
Athugasemdir
banner
banner
banner