Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 12:10
Elvar Geir Magnússon
ÍR lagði Leikni í sjö marka minningarleik
Ágúst Freyr Hallsson skoraði tvö fyrir ÍR.
Ágúst Freyr Hallsson skoraði tvö fyrir ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR vann Leikni 4-3 í fjörugum Breiðholtsslag í Egilshöll í gær. Um var að ræða minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson sem var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur á æfingu hjá ÍR árið 2009.

Leiknismenn byrjuðu betur og komust í 2-0. Sólon Breki Leifsson og Ósvald Jarl Traustason skoruðu. Þá klúðruðu Leiknismenn vítaspyrnu.

ÍR náði að snúa dæminu við. Ágúst Freyr Hallsson skoraði tvívegis og þá skoraði Ari Viðarsson fallegasta mark leiksins með frábæru langskoti.

Kristján Páll Jónsson jafnaði fyrir Leikni en sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Andi Andri Morina sigurmarkið.

„Á meðal áhorfenda var miðjukóngurinn úr Hafnarfirðinum hann Viktor Örn Guðmundsson. Viktor gekk í vikunni frá nýjum tveggja ára samningi við ÍR sem er okkur mikið ánægjuefni," segir á heimasvæði ÍR á Facebook.

„Viktor sleit krossbönd á undirbúningstímabilinu í vor en hefur hafið endurhæfinguna sína og verður mikill styrkur fyrir okkar flotta lið næstu tvö árin."

Leiknir endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar í sumar en ÍR-ingar í 11. sæti og féllu því niður í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner