fim 13. desember 2018 11:07
Magnús Már Einarsson
Ronaldo reyndi að ræna marki - Dæmdur rangstæður
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Juventus tapaði óvænt 2-1 gegn Young Boys í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Í viðbótartíma virtist Paulo Dybala hafa jafnað með frábæru skoti fyrir utan teig.

Markið var hins vegar dæmt af þar sem Cristiano Ronaldo var rangstæður og reyndi að skalla boltann þegar hann var á leið í markið.

Atvikið kom ekki að sök fyrir Juventus því þrátt fyrir tap í gær þá endaði liðið á toppi riðilsins í Meistaradeildinni.

Árið 2010 var Ronaldo sjálfur brjálaður þegar Nani kostaði hann mark í landsleik með Portúgal. Nani skallaði boltann þá í netið á marklínu en skot Ronaldo hefði hvort sem er farið í markið.

Hér að neðan má sjá atvikið í leiknum í gær og atvikið með Nani frá 2010.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner