Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. desember 2018 21:30
Arnar Helgi Magnússon
Stuðningsmenn Tottenham lamdir með kylfum á Camp Nou
Myndin tengist atvikinu ekki beint.
Myndin tengist atvikinu ekki beint.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að liðið náði 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi á þriðjudagskvöldið.

Þetta er annað árið í röð þar sem Tottenham kemst í 16-liða úrslit og er þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það gerist.

Þúsundir stuðningsmanna Tottenham lögðu land undir fót til þess að styðja sitt lið í Barcelona.

Upptökur af öryggisvörðum á Camp Nou, heimavelli Barcelona hafa nú vakið upp mikla reiði á samfélagsmiðlum en þar sést til þeirra lemja stuðningsmenn Tottenham með kylfum á meðan leiknum stóð.

Stuðningsmaður Tottenham póstaði myndbandinu á Twitter sínu síða og skrifaði:

„Ég verð að koma þessu myndbandi frá mér. Þetta átti sér stað á meðan leikurinn var í gangi, af engri ástæðu! Algjörlega ógeðsleg framkoma hjá þessum öryggisvörðum sem að lömdu okkur með kylfum af engri ástæðu.”.

Hann merkti síðan Tottenham í færsluna og bað félagið um að tilkynna þetta til UEFA.

Stuðningsmenn annara liða sem hafa heimsótt Camp Nou segir að þetta komi þeim ekki á óvart, þetta viðgangis í hvert einasta skipti og aldrei sé neitt gert.

Myndbandið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner