sun 14. janúar 2018 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Tími Alberts er hafinn
Icelandair
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Það er hálfleikur í vináttulandsleik Íslands og Indónesíu og er staðan 1-1. Ljóst er að Indónesía mætti með sterkara lið til leiks í dag en á fimmtudaginn þar sem lokatölur urðu 6-0 fyrir Ísland.

Indónesía komst yfir eftir um hálftíma leik. Markið kom eftir mistök hjá Rúnari Alexi Rúnarssyni en hann missti boltann eftir fyrigjöf, beint fyrir fætur sóknarmanns Indónesíu.

Það stefndi í það að Ísland myndi vera 1-0 undir í hálfleik en Albert Guðmundsson sá til þess að svo varð ekki.

Þessi bráðefnilegi leikmaður hafði komið inn á sem varamaður um miðjan fyrri hálfleikinn og hann var ekki lengi að láta til sín taka.

Þetta er fyrsta landsliðsmarkið hjá þessum tvítuga leikmanni en hann kemur til með að skora þau nokkur í viðbót í framtíðinni.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum.

Hér að neðan er hægt að sjá mörkin tvö úr fyrri hálfleiknum.












Athugasemdir
banner
banner