sun 14. janúar 2018 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Albert fullkomnaði þrennuna
Icelandair
Albert hefur átt frábæra innkomu.
Albert hefur átt frábæra innkomu.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Albert Guðmundsson er að eiga hreint út sagt magnaðan landsleik fyrir Ísland gegn Indónesíu í dag.

Albert kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleiknum og hefur tekið yfir leikinn ef svo má segja. Leikmenn Indónesíu ráða ekkert við hann!

Ísland lenti 1-0 undir en er, þegar þessi frétt er skrifuð , komið 4-1 yfir og á það Alberti að stórum hluta að þakka.

Albert jafnaði metin fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks og snemma í þeim seinn kom Skagamaðurinn Arnór Smárason Íslandi yfir. Albert fiskaði svo vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr. Hann var svellkaldur og punktinum og setti knöttinn á mitt markið.

Albert fullkomnaði svo þrennuna með laglegu marki en mörk hans, sem og mark Arnórs má sjá hér að neðan.

„ÞVÍLÍK FRAMMISTAÐA OG ÞVÍLÍKT MARK!!! Indónesarnir ráða engan veginn við strákinn. HANN ER MEÐ SÝNINGU!" sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Albert fullkomnaði þrennuna.









Athugasemdir
banner