sun 14. janúar 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sonur Sir Alex: Góð hugmynd að skjóta dómaranna
Darren ræðir hér við föður sinn.
Darren ræðir hér við föður sinn.
Mynd: Getty Images
Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, hefur komið sér í vandræði með umdeildum ummælum sem hann lét falla eftir 1-1 jafntefli Doncaster og Plymouth í gær.

Darren fylgdi í fótspor föður síns og starfar í dag sem knattspyrnustjóri. Hann er stjóri Doncaster en faðir hans var gríðarlega sigursæll með Manchester United.

Darren var bálreiður yfir því að fá ekki vítaspyrnu í leiknum í gær.

„Þetta er augljósasta vítaspyrna sem þú munt nokkurn tímann sjá, það þarf ekkert að ræða," sagði hann.

„Þetta er augljósasta vítaspyrna sem þú munt sjá allt tímabilið, og markið sem þeir skoruðu var augljóst brot. Aðstoðardómarinn hló að þessu eftir leik. Mér finnst þetta ógeðslegt."

„Dómararnir eru í hlutastarfi og gæðin eru ekki góð, þeir eru í hræðilegu formi. Ég er búinn að fá nóg en hvað get ég gert í þessu? Skotið þá, það væri góð hugmynd."
Athugasemdir
banner
banner
banner