sun 14. janúar 2018 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk líklega ekki með Liverpool í dag
Van Dijk er að glíma við meiðsli.
Van Dijk er að glíma við meiðsli.
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk verður ekki með Liverpool gegn Manchester City í dag samkvæmt vefsíðunni Liverpool Echo.

Van Dijk er að glíma við meiðsli aftan í læri og engin áhætta verður tekin með hann fyrir leikinn í dag.

Dejan Lovren mun því líklega spila við hlið Joel Matip í hjarta varnarinnar gegn toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool. Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton fyrir 75 milljónir punda á dögunum og hann fékk algjöra draumabyrjun hjá sínu nýja liði; hann skoraði sigurmarkið gegn nágrönnunum í Everton í 2-1 sigri á FA-bikarnum.

Fyrir leikinn í dag er City með 15 stiga forystu á toppi deildarinnar en það er orðið býsna langt síðan liðið vann á Anfield. Þegar þessi lið mættust fyrr á tímabilinu á Etihad vann Man City 5-0 eftir að Sadio Mane hafði fengið að líta rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner