Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. janúar 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Vilja myndbandsdómgæslu eftir slæman dag hjá dómurum
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómgæsla var notuð í fyrsta skipti á Englandi í deildarbikarnum í síðustu viku. Tveir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni kölluðu eftir því að hún væri notuð meira eftir lélegan dag hjá dómurum.

Í viðureign Swansea og Newcastle sem lauk með 1-1 jafntefli vildi Carlos Carvalhal þjálfari Swansea fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Abdoulaye Doucoure leikmaður Watford jafnaði svo metinn í 2-2 á lokamínútunum gegn Southampton með hendi.

„Þetta var klárt víti og mögulega rautt spjald. En það var ekkert dæmt og við getum ekkert gert nema talað um það. Þetta er ein af þessum stöðum sem myndbandsdómgæsla mun laga í framtíðinni," sagði Carlos Carvalhal eftir leik Swansea og Newcastle.

Mauricio Pellegrino þjálfari Southampton talaði einnig um myndbandsdómgæslu.

„Ég hef ekki séð svona augljós mistök í ensku úrvalsdeildinni áður. Það er leiðinlegt að þurfa að lifa með svona óréttlæti. Ég held það væri gott að prófa myndbandsdómgæslu ef það hjálpar mönnum að taka betri ákvarðanir."

Marco Silva þjálfari Watford segir að lið hans hefði sennilega tapað leiknum ef myndbandsdómgæsla hefði verið notuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner