Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 14. janúar 2018 07:30
Ingólfur Stefánsson
Zidane: Erfitt að útskýra þetta
Real Madrid eru í basli
Real Madrid eru í basli
Mynd: Getty Images
Real Madrid tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í gær þegar liði fékk Villareal í heimsókn. Pablo Fornals skoraði sigurmark Villareal þegar 87 mínútur voru liðnar af leiknum.

Real eru í fjórða sætinu 16 stigum frá toppliði Barcelona sem mæta Real Sociedad í dag. Zinedine Zidane segir að tapið gegn Villareal sé skellur en vill ekki gagnrýna leikmenn sína.

„Það er erfitt að útskýra þetta, við reyndum allt. Við fengum fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. Við erum að ganga í gegnum vont tímabil sem virðist engan enda ætla að taka og það er ekki gott fyrir leikmennina."

„Ég get ekki gagnrýnt þá eftir þennan leik. Við áttum ekki skilið þetta tap. Við breytum þessu með því að standa saman. Það er það sem við munum gera og þið skuluð aldrei afskrifa Real Madrid."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner