Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. janúar 2019 16:22
Ívan Guðjón Baldursson
Alfreð afhenti verðlaun fyrir mann leiksins á HM í handbolta
Alfreð og Björgvin eftir sigurinn.
Alfreð og Björgvin eftir sigurinn.
Mynd: Kjartan Vídó Ólafsson/HSÍ
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu er liðið mætti Barein í München.

Ísland gjörsamlega rúllaði yfir Barein. Strákarnir okkar voru sex mörkum yfir í hálfleik og juku forystuna til muna eftir leikhlé. Leiknum lauk með stórsigri, 36-18.

Alfreð Finnbogason var fenginn til að veita besta manni leiksins verðlaun að leikslokum og mátti litlu muna að sá maður yrði Arnór Þór Gunnarsson, eldri bróðir Arons Einars landsliðsfyrirliða í fótbolta. Arnór var markahæsti maður leiksins með átta mörk.

Það var þó Björgvin Páll Gústavsson markvörður sem var valinn sem maður leiksins enda átti hann stórleik í markinu og varði nokkur vítaköst.

Það er ekki langt fyrir Alfreð að ferðast á leiki með íslenska landsliðinu þar sem hann er búsettur í Augsburg, sem er rétt rúmlega 70 kílómetrum frá München þar sem íslenski riðillinn fer fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner