Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. janúar 2019 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
Cardiff að bæta félagsmet til að kaupa Sala
Emiliano Sala er maðurinn sem á að bjarga Cardiff frá falli.
Emiliano Sala er maðurinn sem á að bjarga Cardiff frá falli.
Mynd: Getty Images
Cardiff er að fara að bæta félagsmetið sitt til að kaupa argentínska sóknarmanninn Emiliano Sala frá Nantes.

Sala er 28 ára gamall og hefur gert 48 mörk í 130 leikjum fyrir franska félagið.

Neil Warnock var í Frakklandi í síðustu viku og er Sala mættur til Wales til að gangast undir læknisskoðun hjá Cardiff.

Líklegt er því að Sala verði orðinn liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar fyrir helgi og mögulegt að hann verði klár í slaginn strax á laugardaginn fyrir fallbaráttuslaginn mikilvæga gegn Newcastle.

Sala mun kosta um 20 milljónir punda en dýrasti leikmaður í sögu Cardiff er Gary Medel sem kostaði 11 milljónir punda í ágúst 2013.

Sala er þriðji markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar um þessar mundir með 12 mörk. Kylian Mbappe er markahæstur með 14 og eru Neymar og Edinson Cavani búnir að skora 11 hvor.
Athugasemdir
banner
banner
banner