Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 14. janúar 2019 14:51
Arnar Helgi Magnússon
Dembele mættur til Kína í læknisskoðun
Mynd: Getty Images
Mousa Dembele, leikmaður Tottenham, er mættur til Kína þar sem að hann mun gangst undir læknisskoðun hjá kínverska félaginu Guangzhou R&F.

Tottenham samþykkti tilboð frá félaginu sem að hljóðaði upp á níu milljónir punda nú á dögunum. Samningur Dembele við Tottenham rennur út í sumar.

Dembele verður 32 ára næsta sumar og er eftirsóttur af mörgum stórliðum víða um Evrópu, sem geta þó ekki boðið sömu laun og spilatíma og kínverska félagið.

Dembele á 242 keppnisleiki að baki á sex og hálfu ári hjá Tottenham. Þá hefur hann spilað 80 A-landsleiki fyrir gífurlega sterkt landslið Belgíu.

Njósnateymi Tottenham vinnur nú hörðum höndum að því að finna arftaka Dembele en Tanguy Ndombele, Abdoulaye Doucoure og Donny van de Beek hafa allir verið orðaðir við félagið.

Athugasemdir
banner
banner
banner