Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. janúar 2019 10:31
Arnar Helgi Magnússon
„Ekkert lið í heiminum á efni á Skriniar"
Milan Skriniar.
Milan Skriniar.
Mynd: Getty Images
Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan hefur verið orðaður frá félaginu í janúar en Jose Mourinho virtist hafa mikinn áhuga á kappanum er hann var stjóri Manchester United.

Manchester United er þó ekki eina liðið sem að hefur fylgst með leikmanninum en Bayern Munchen, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll verið með augu á kappanum.

Luciano Spalletti, þjálfari Inter var spurður út í mál Skriniar eftir 6-2 sigur Inter á Benevento í gærkvöldi.

„Skriniar er ekki að fara neitt. Hann er alltof dýr og ekki neitt lið í öllum heiminum ætti efni á því að kaupa hann,“ sagði Spalletti eftir leikinn.

Leikmaðurinn lét fjölmiðla heyra það á Instagram síðu sinni í síðustu viku þegar hann var orðaður burt frá Inter.

„Þið skrifið hluti sem að þið hafið ekki neitt vit á. Þið eruð drasl!“ sagði Skriniar á Instagram.
Athugasemdir
banner