Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. janúar 2019 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta lagði Cagliari - Mætir Juve næst
Duvan Zapata fagnar hér marki gegn Juventus, næstu andstæðingum sínum í bikarnum.
Duvan Zapata fagnar hér marki gegn Juventus, næstu andstæðingum sínum í bikarnum.
Mynd: Getty Images
Cagliari 0 - 2 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('88)
0-2 Mario Pasalic ('93)

Duvan Zapata gerði gæfumuninn, eins og svo oft áður á tímabilinu, er Atalanta sló Cagliari úr leik í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en gestirnir frá Bergamó tóku öll völd á vellinum eftir leikhlé.

Mikill sóknarþungi gestanna virtist þó ekki ætla að skila sér og stefndi leikurinn í framlengingu allt þar til Zapata tók málin í sínar hendur á lokamínútunum.

Zapata byrjaði á því að skora á 88. mínútu og fimm mínútum síðar lagði hann upp markið sem innsiglaði sigurinn. Mario Pasalic gerði það mark tæpri mínútu eftir innkomu sína af bekknum.

Atalanta mætir því Juventus í 8-liða úrslitum bikarsins, en Juve hefur unnið keppnina fjögur ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner