banner
   mán 14. janúar 2019 19:30
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Klappað fyrir Buffon á fréttamannafundi í Katar
Icelandair
Buffin á fréttamannafundi í Katar í dag.
Buffin á fréttamannafundi í Katar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Gianlugi Buffon, markvörður PSG, útilokar ekki að vera í ítalska hópnum á HM í Katar árið 2022. Buffon var spurður á fréttamannafundi i Katar í dag hvort hann ætli sér að mæta með ítalska landsliðinu á HM sem fer fram í nóvember og desember 2022.

„Ég er fertugur og það yrði erfitt að ná HM eftir fjögur aár en allt er mögulegt." sagði Buffon brosandi.

Buffon lýsti því í fyrra yfir að hann sé hættur í ítalska landsliðinu. Buffon gæti mætt á HM í Katar, þó að hanskarnir verði líklega komnir upp á hillu.

„Kannski verð ég hér en þá í öðru hlutverki, ekki sem markvörður," sagði Buffon og uppskar lófaklapp frá fjölmiðlamönnum frá Katar í kjölfarið, heimamenn sáttir með að Buffon sé tilbúinn að kíkja í heimsókn á HM.

Buffon var einnig spurður á fréttamannafundinum hvaða félag hann telur líklegast til að vinna Meistaradeildina í vor.

„Ég tel að eitt af spænsku liðunum eiga bestu möguleikana. Þau eru með stóra og góða hópa. Ég tel að eitt af þeim sé sigurstranglegast," sagði Buffon.
Athugasemdir
banner
banner