mán 14. janúar 2019 13:30
Arnar Helgi Magnússon
Klopp: Stærstu mistökin að kaupa ekki Mane
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segir að ein stærstu mistök hans á þjálfaraferlinum séu að hafa ekki fengið Sadio Mane til Dortmund á sínum tíma.

Árið 2014 vissi Klopp að Sadio Mane væri á leiðinni burt frá Red Bull Salzburg en þá hafði Klopp fylgst með Mane í tvö ár. Klopp var stjóri Dortmund á þessum tíma.

Viðræður við leikmanninn fóru fram en að lokum valdi Mane að fara til Southampton fram yfir Dortmund.

„Ég hef gert nokkur stór mistök í lífinu. Ein stærstu mistökin voru þó þau að hafa ekki klárað kaupin á Mane til Dortmund á sínum tíma. Hann kom á skrifstofuna mína og við ræddum saman."

„Eftir samtalið við hann fór ég að efast um að þetta væri sá leikmaður sem að ég þurfti. Þetta var algjörlega mín sök. Hann er frábær náungi. Sem betur fer fékk ég annan séns til þess að vinna með honum."

Sadio Mane voru ein fyrstu kaup Klopp til Liverpool en hann fékk Senegalann frá Southampton á 34 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner