Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. janúar 2019 13:54
Arnar Helgi Magnússon
Man Utd í beinni næstu helgi - Ekki Liverpool
Mynd: Getty Images
Manchester United og Liverpool eiga bæði leik næsta laugardag klukkan 15:00.

Manchester United og Brighton eigast við á meðan Liverpool tekur á móti Crystal Palace. Leikur Man Utd og Brighton verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en ekki leikur Liverpool og Palace.

Ástæðan fyrir þessu er sú að Stöð 2 Sport hefur einungis leyfi til þess að sýna einn leik á laugardegi klukkan þrjú.

Þetta er í fjórða skipti á leiktíðinni sem að Manchester United og Liverpool spila á sama tíma, á laugardegi klukkan þrjú, en tvisvar sinnum er búið að sýna frá leik Liverpool en bara einu sinni frá leik United.

Ríkarð Óskar, eða Rikki G, fór yfir þetta í Messunni í gær.

„Bæði þessi lið hafa mjög stóra stuðningsmannakjarna og við þurfum að reyna að hafa þetta jafnt á milli. Það verður leiðinlegt að geta ekki sýnt toppliðið næstu helgi. Þetta eru hinsvegar bara reglur sem að við ráðum ekki við."

Útskýringu Rikka G má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner