Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. janúar 2019 14:39
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Mbappe: Ísland er með gott lið
Icelandair
Mbappe á fréttamannafundinum í Katar í dag.
Mbappe á fréttamannafundinum í Katar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Kylian Mbappe, stjarna franska landsliðsins og PSG, reiknar með erfiðum leikjum gegn íslenska landsliðinu í undankeppni EM.

Mbappe er í æfingabúðum í Katar með liði PSG og hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Fótbolti.net spurði Mbappe út í komandi leiki Íslands og Frakklands í undankeppninni en liðin mætast í París þann 25. mars og á Laugardalsvelli þann 11. október.

„Við höfum mætt Íslandi áður og vitum að þetta er gott lið með sterkan hóp," sagði Mbappe.

Mbappe kom inn á sem varamaður þegar Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttuleik í Guingamp í október síðastliðnum. Mbappe átti góða innkomu og jafnaði 2-2 í lokin eftir að Ísland hafði komist í 2-0.

„Við mætum þeim aftur í undankeppni EM. Við vitum að þeir eru með gott lið en við munum gefa allt sem við getum í leikina gegn þeim," sagði Mbappe í dag.
Athugasemdir
banner
banner