Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. janúar 2019 10:44
Arnar Helgi Magnússon
Pep um Bruyne: Hann veit hvar ég er ef hann er ósáttur
Mynd: Getty Images
Eins og greint var frá í gær rauk Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City beint inn í klefa þegar honum var skipt af velli í stórsigrinum gegn Burton Albion í síðustu viku.

Belganum var skipt af velli á 58. mínútu en hann rauk beint inn í klefa sem að er bannað, samkvæmt reglum Manchester City. Leikmenn sem fara ómeiddir af velli verða klára leikinn á bekknum.

Pep Guardiola var spurður út í þetta atvik á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég veit ekki hvað gerðist. Hann talaði ekki við mig og lét mig ekki vita að hann ætlaði inn í klefa,“ sagði Pep.

„Ef að hann er ósáttur við eitthvað þá veit hann hvar ég er. Ég talaði ekki við hann eftir leikinn svo að ég veit ekki hver ástæðan fyrir þessu var.

Flautað verður til leiks í leik Manchester City og Wolves klukkan 20:00 í kvöld en leikurinn er að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner