banner
   mán 14. janúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Eðlilegt að krefja mig um titil fyrir 300 milljónir
Pochettino hefur ekki fengið mikið til að vinna með hjá Tottenham.
Pochettino hefur ekki fengið mikið til að vinna með hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino segist ekki finna fyrir pressu til að vinna titla þrátt fyrir frábært gengi Tottenham undanfarin ár.

Pochettino hefur byggt upp gífurlega sterkt lið án mikillar fjárhagsaðstoðar og telur kröfur ákveðinna stuðningsmanna um að vinna titla vera ósanngjarnar.

„Hefði ég komið til Tottenham og fengið 300 milljónir til að eyða í nýja leikmenn þá gæti fólk krafið mig um titil. Það er þó ekki raunin," sagði Pochettino.

„Hjá sumum félögum snýst þetta bara um að vinna titla og ná Meistaradeildarsæti. Þetta er öðruvísi hjá okkur í Tottenham. Á tæplega fimm árum höfum við tekið stórt gæðastökk en við erum samt ekki að fara að vinna titla án fjárhagsaðstoðar.

„Við störfum ennþá á sama hátt og fyrir fimm árum. Við getum kannski unnið titil en það mun reynast okkur gríðarlega erfitt. Það er ekki sanngjarnt að búast við því sama frá okkur og öðrum félögum sem eyða svimandi háum upphæðum í leikmenn."


Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Liverpool. Spurs tapaði 1-0 gegn Man Utd í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner