Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. janúar 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba ánægður að vera kominn úr skugganum
Mynd: Getty Images
Paul Pogba hefur fundið leikgleðina á ný eftir að Ole Gunnar Solskjær var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United.

Mikið og langdregið ósætti ríkti á milli Pogba og Jose Mourinho sem endaði með því að Portúgalinn var látinn taka pokann sinn eftir tap gegn Liverpool í desember.

„Áður en nýi stjórinn kom var ég í skugganum. Ég sat á bekknum og þurfti að samþykkja það. Það er æðislegt að fá að spila aftur, núna er ég alltaf brosandi," sagði Pogba.

„Það er frábært að vera búinn að endursameinast Ole. Ég þekkti hann þegar ég var unglingur hjá félaginu, þá þekkti ég hann undir gælunafninu 'Super Sub'.

„Hann er að gera frábæra hluti fyrir félagið og hann setur mig framar á völlinn og gefur mér aukið frelsi til að sækja."

Athugasemdir
banner
banner
banner