Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. janúar 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Talksport 
Rice minnir West Ham-goðsögn á Rio Ferdinand
Declan Rice er tvítugur í dag.
Declan Rice er tvítugur í dag.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand fór frá West Ham og spilaði með Leeds og Manchester United.
Rio Ferdinand fór frá West Ham og spilaði með Leeds og Manchester United.
Mynd: Getty Images
Declan Rice, varnar- og miðjumaður West Ham, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili. Hann var maður leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Rice hefur spilað fyrir yngri landslið Írlands og þrjá vináttulandsleiki fyrir A-landsliðið. Hann getur spilað fyrir Írland þar sem amma hans og afi eru frá Írlandi, en hann er sjálfur fæddur í London. Hann hefur ekki spilað fyrir yngri landslið Englands, en getur spilað fyrir A-landsliðið þar sem hann hefur ekki spilað keppnisleik fyrir Írland.

Rice skrifaði undir nýjan samning við West Ham í síðasta mánuði, en ef hann heldur áfram á sömu braut þá munu stórliðin á Englandi klárlega reyna að fá hann.

Eftir að Rice skoraði fyrsta mark sitt fyrir West Ham gegn Arsenal ræddi Alvin Martin, sem spilaði með Hömrunum frá 1976 til 1996 og er goðsögn hjá félaginu, við Talksport. Hann telur að Rice getið farið sömu leið og Rio Ferdinand, spilað með stórliðum og leikið með enska landsliðinu.

„Mér finnst ekki gaman að segja þetta, en ég held að stóru félögin í deildinni séu farin að fylgjast með honum. Hann gæti orðið leikmaður sem hjálpar þessum félögum að vinna titla, hann er kannski ekki þannig leikmaður núna, en það heimskulegt hjá stóru félögunum að skoða hann ekki alvarlega núna."

„Ég var vanur að horfa á Rio Ferdinand og spá í því af hverju Arsenal og Manchester United væri ekki búið að kaupa hann vegna þess að hann myndi kosta miklu meira tveimur eða þremur árum síðar."

Ferdinand er einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en hann hóf feril sinn hjá West Ham. Ferdinand fór til Leeds og þaðan til Manchester United, en hann varð tvisvar dýrasti varnarmaður sögunnar. Fyrst þegar hann fór til Leeds fyrir 18 milljónir punda árið 2000 og seinna árið 2002 þegar Man Utd borgaði um 30 milljónir punda fyrir hann.

„Declan mun kosta miklu meira núna þar sem hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning. West Ham er í góðri stöðu hvað það varðar."

Nægilega góður til að spila fyrir enska landsliðið
Martin telur einnig að Rice sé nægilega góður til að spila fyrir enska landsliðið í framtíðinni, eins og Ferdinand gerði.

„Hann mun spila fyrir enska landsliðið ef hjarta hans segir honum að það sé rétta skrefið. Hann er það góður að hann getur spilað inn á miðjunni hjá Englandi," sagði Martin um þennan efnilega leikmann.

Rice á afmæli í dag; hann er tvítugur.
Athugasemdir
banner