Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. janúar 2019 11:09
Arnar Helgi Magnússon
Saga þurfti af hælbeini Sigurðar - Endurhæfing hafin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, gekkst undir aðgerð í nóvember vegna hælbeins sem að hafði stækkað síðustu árin.

Endurhæfingin er hafin og búist er við að hann geti hafið æfingar með Val eftir mánuð.

„End­ur­hæf­ing­in geng­ur bara mjög vel. Ég fór í aðgerð fyr­ir sex vik­um. Ég komst ekki leng­ur í skó og því þurfti að saga af beini í hæln­um," sagði Sigurður í samtali við mbl.is

„Ég var að velta því fyr­ir mér að fara í aðgerð fyr­ir síðasta Íslands­mót vegna þess að þetta hef­ur háð mér í eitt og hálft ár. Beinið hélt áfram að stækka og verk­ur­inn jókst. Ég ákvað hins veg­ar að bíða með aðgerðina þar til eft­ir Íslands­mótið."

Sigurður Egill kom við sögu í átján leikjum Vals í Pepsi deildinin á síðasta tímabili og gerði í þeim þrjú mörk.

Hann má eflaust eiga von á enn harðari samkeppni um sæti í liðinu næsta sumar þar sem að Valur hefur verið að bæta við sig gífurlega sterkum leikmönnum síðustu vikur.

Athugasemdir
banner
banner
banner