Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. janúar 2019 11:45
Arnar Helgi Magnússon
Segir Özil ekki hafa gert neitt fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images
Mesut Özil var ekki í leikmannahóp Arsenal sem að mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Özil hafði æft alla vikuna en var samt sem áður ekki í leikmannahópnum.

„Ég valdi leikmennina sem ég taldi henta best fyrir þennan leik," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, eftir leikinn.

Paul Mariner, fyrrum leikmaður Arsenal, var harðorður í garð Özil eftir leikinn gegn West Ham.

Mariner lék með Arsenal á árunum 1984 til 1986.

„Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig þeir gátu látið Sanchez fara til Manchester United. Hann átti frábæra spretti með Arsenal. Hann hefur ekki enn náð að sýna sínar bestu hliðar hjá Man Utd."

„Núna ætla þeir að láta Ramsey fara, ég skil ekki hvað er að gerast hjá klúbbnum."

Mariner segir að eitthvað dularfullt sé í gangi með Mezut Özil.

„Hvað hefur Özil gert fyrir liðið? Ekki neitt. Alls ekki neitt. Það er eitthvað þarna sem að við vitum ekki af. Hann er frábær fyrir liðið þegar hann er heill heilsu en hann er aldrei heill! Það þarf að komast á yfirborðið hvað sé í gangi með hann."
Athugasemdir
banner
banner